Skeljungur hækkar einnig verð

Bensínlítirinn er ódýrastur hjá Orkunni
Bensínlítirinn er ódýrastur hjá Orkunni mbl.is/Ómar Óskarsson

Skeljungur hefur hækkað verð á bensínlítranum um 12 krónur og dísillítrann um sömu fjárhæð. Fyrr í dag hækkaði Olís bensín og dísil um 20 krónur lítrann. Orkan, sem er í eigu Skeljungs, hefur hins vegar ekki hækkað verð á eldsneyti líkt og ÓB sem er í eigu Olís gerði í morgun.

Mestu munar á Suðurlandi ef eldsneyti er keypt. Þar kostar lítrinn af bensíni 183,60 krónur hjá Orkunni en 207 krónur hjá Olís, 23,40 króna verðmunur á milli stöðva. Rúmlega 20 krónu verðmunur er á bensínlítranum  þar sem hann er ódýrastur og dýrastur á höfuðborgarsvæðinu.

Hér er hægt að fylgjast með eldsneytisverði

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert