Mörður vill verðtryggingu á gengislánin

Niðurstaða Hæstaréttar hefur áhrif á öll gengistryggð lán á Íslandi
Niðurstaða Hæstaréttar hefur áhrif á öll gengistryggð lán á Íslandi mbl.is/Ómar Óskarsson

Mörður Árnason, þingmaður Samfylkingarinnar, segir á heimasíðu sinni í dag að eðlilegt sé að verðtrygging verði sett á gengistryggðu lánin.

„Þeir sem þau tóku hagnast verulega (vonandi) miðað við að bera gengisfallið, en geta ekki vænst þess að lánin nánast falli niður – eða með öðrum orðum að að aðrir Íslendingar borgi þau, með auknum sköttum eða minni velferðarþjónustu eða skertum lífeyri.“

Mörður segir að þeir sem séu með venjuleg verðtryggð lán séu þegar margir að sligast undan þeim og geri þá kröfu að eins verði tekið á þeim lánum og gengistryggðu lánunum. „Skuldir þarf að greiða. Það er ekki sanngjarnt að skuldari losni við að borga skuld sína vegna þess að þá þarf næsti maður að borga hana.“

Mörður segir þetta sjónarmið ekki fallið til vinsælda en að um réttlætismál sé að ræða að styðja þá „sem eiga um sárast að binda, og hjálpa hinum að hjálpa sér sjálfir með lausnum og úrræðum sem eru sanngjarnar og ábyrgar.“

Heimasíða Marðar Árnasonar

Mörður Árnason, þingmaður Samfylkingarinnar.
Mörður Árnason, þingmaður Samfylkingarinnar. mbl.is
mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert