Eftirstöðvar sexfaldast

Eftirstöðvar gengistryggðra lána snarlækkuðu þegar Hæstiréttur dæmdi gengistryggingu þeirra ólögmæta í síðustu viku. Þær kynnu á hinn bóginn að sexfaldast ef sú ákvörðun verður tekin að endurreikna þau eftir lægstu óverðtryggðu vöxtum Seðlabanka Íslands.

Gylfi Magnússon, viðskiptaráðherra, telur að sú leið verði líklegast farin. Þetta kemur m.a. fram í útreikningum Nordik Legal á mögulegum aðferðum við leiðréttingu gengistryggðra lána.

Í útreikningum Nordik Legal, sem nánar er greint frá í Morgunblaðinu í dag,  kemur m.a. fram að eftirstöðvar 4.000.000 kr. gengistryggðs bílaláns, sem tekið var í júní 2007, væri 5.975.467 kr. ef Hæstiréttur hefði ekki dæmt gengistrygginguna ólögmæta. Í dag eru eftirstöðvar sama láns hins vegar 234.507 kr. ef lánið er leiðrétt með tilliti til ofgreiddra afborgana. Ef sama lán er hins vegar endurútreiknað eftir lægstu óverðtryggðu vöxtum Seðlabanka Íslands, sexfaldast eftirstöðvar lánsins sem nema þá 1.535.509 kr.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert