Fjölga fólki í kreppunni

Tillaga Batterísins
Tillaga Batterísins mbl.is

Hönnun íslensku arkitektastofunnar Batteríið virðist eiga upp á pallborðið hjá Norðmönnum þessa dagana. Í gær sigraði stofan í lokaðri samkeppni um íþrótta- og menningarhús í Øygården í nágrenni Bergen og fyrr í mánuðinum bar stofan sigur úr býtum í alútboðskeppni um félagslegar íbúðir við Kanalgaten í Sandnes, sunnan við Stafangur.

„Við erum alveg í skýjunum,“ segir Sigurður Einarsson arkitekt og einn eigenda Batterísins. Húsið í Øygården á að verða 4.000 m² að stærð og geyma íþróttaaðstöðu, líkamsræktarstöð, fundar- og menningarsali, sem og tónlistar- og danskennslu. „Húsið verður táknmynd þessa samfélags,“ segir hann.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert