Undrast lítil viðskipti með ýsu

mbl.is/Þorkell Þorkelsson

Landsamband smábátaútgerða segir það vekja undrun að viðskipti með ýsukvóta úr aflamarkskerfinu til krókabáta skuli ekki vera virkari en hann er.

„Ekki síst þegar aðeins má færa 10% (var 33% í fyrra) af úthlutuðum heimildum yfir á næsta fiskveiðiár. 

Í aflamarkskerfinu á eftir að veiða rúm 15 þús. tonn en heimilt er að færa rúm 4 þús. tonn milli ára.   Allt stefnir því í að þúsundir tonna af ýsu nýtist ekki til verðmæta á fiskveiðiárinu," segir á vef samtakanna.

Á þriðjudag var meðalverð á ýsu til leigu, samkvæmt upplýsingum frá Fiskistofu, 153 kr/kg og söluverð á fiskmörkuðum 272 kr/kg.  Sama dag fyrir ári var hún leigð á 60 kr/kg og seldist á 233 kr.

Það sem af er fiskveiðiárinu hafa krókabátar leigt 1.881 tonn af ýsu úr aflamarkskerfinu en á sama tíma í fyrra höfðu þeir fært til sín 3.416 tonn.
mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert