Draumsýn að flokkurinn lifi af

Á flokksráðsfundi VG í morgun.
Á flokksráðsfundi VG í morgun. mbl.is/Kristinn

Það er draumsýn að halda að flokkurinn lifi af enn frekari niðurskurð, að kröfu Alþjóðgjaldeyrissjóðsins, til dæmis í velferðarmálum og bótakerfinu, sagði Lilja Mósesdóttir þingmaður í almennum stjórnmálaumræðum á flokksráðsfundi VG í morgun. 

Lilja gagnrýndi forystu flokksins og sagði vinnubrögð í ýmsum ráðstöfunum að undanförnu hafa valdið almenningi vonbrigðum. Lilja kvaðst gagnrýnni á ESB nú en þegar hún greiddi atkvæði með aðildarumsókn á sínum tíma. Flokkurinn hefði ekki haldið rétt á málum og vinnubrögð formannsins Steingríms J. Sigfússonar í Evrópumálunum hefði í raun orðið til þess að efla Samfylkinguna, samstarfsflokk VG í ríkisstjórn.

Ögmundur Jónasson alþingismaður sagði í ræðu sinni mikilvægt að nálgast helstu viðfangsefni líðandi stundar málefnalega í stað þess að persónugera ágreiningsefni. Opin umræða gerði væri jafnframt til þess fallin að gera ágreiningsefni bærilegri. Sér hefði til dæmis ekki hugnast að fara að vilja forsætis- og fjármálaráðherra í Icesave-málinu og því hefði hann vikið úr ríkisstjórn á sínum tíma, þó sér hefði verið það hefði í raun ekki verið sér að skapi.

Einnig gagnrýndi Ögmundur Alþjóðagjaldeyrissjóðinn og samstarf íslenskra stjórnvalda við hann, sem hefði í raun leitt okkur í ógöngur.

„Öll stefnumótun stjórnvalda er orðin gegnsýrð af áhrifum AGS. Ekki bara stefnann heldur sjálf útfærslan í einstökum stjórnarfrumvörpum er rækilega yfirfarin af honum. Á vissan hátt má líta á stöðu okkar sem þjóðar í stríði,“ sagði Ögmundur Jónsson alþingismaður sem kvaðst vera maður samstöðu um mikilvæg mál. Þar nefndi hann velferðarkerfið og að auðlindirnar yrðu ekki látnar af hendi.

„Nú þegar þrengir að þurfum við að sýna samstöðu um einmitt þetta. Fjármagn innlent og erlent sækir okkur,“ sagði Ögmundur.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert