Ólöf Nordal fékk 70% greiddra atkvæða

Ólöf Nordal fagnaði sigri ásamt formanni flokksins, Bjarna Benediktssyni.
Ólöf Nordal fagnaði sigri ásamt formanni flokksins, Bjarna Benediktssyni. mbl.is/Kristinn

Ólöf Nordal var rétt í þessu kosin varaformaður Sjálfstæðisflokksins með 70% greiddra atkvæða, en hún fékk 692 atkvæði af 893. Lára Óskarsdóttir fékk 155 atkvæði, eða 17% greiddra atkvæða.  Auðir seðlar voru 30. Ekki kom fram hversu mörg atkvæði Steinunn Ruth Stefnisdóttir fékk, en þau voru færri en auðir seðlar.

Ólöf sagðist vera „afskaplega þakklát fyrir þennan mikla stuðning“. Sagði hún flokkinn þurfa að standa þétt saman og er viss um að flokksmenn fari „út af þessum fundi sem sameinuð sveit, enda sé það einmitt það sem flokkurinn þarf á að halda um þessar mundir.“

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert