Nautgripur réðst á konu

Nautgripur sem tengist ekki þessari frétt.
Nautgripur sem tengist ekki þessari frétt. Reuters

Þyrla Landhelgisgæslunnar var kölluð út í gærkvöldi eftir að nautgripur hafði ráðist á konu. Árásin átti sér stað á bænum Kálfafelli, rétt austan við Kirkjubæjarklaustur. Þótti konan það þungt haldin að kallað var eftir þyrlu, sem flutti hana á Landspítalann í Fossvogi.

Nautgripurinn réðst á konuna við girðingu á bænum, sem er í Vestur-Skaftafellssýslu. Konan var nokkuð lemstruð eftir árásina og því var ákveðið að kalla á þyrlu Landhelgisgæslunnar. Engin vitni urðu árásinni og er því lítið vitað um aðdraganda málsins.

Ekki fengust meiri upplýsingar um ástand konunnar að svo stöddu.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert