Þrír ákærðir í Exeter-málinu

Styrmir Þór Bragason.
Styrmir Þór Bragason.

Sérstakur saksóknari hefur gefið út ákærur á hendur þremur mönnum fyrir umboðssvik. Samkvæmt heimildum mbl.is eru hinir ákærðu Jón Þorsteinn Jónsson, fyrrverandi stjórnarformaður Byrs og Ragnar Zophonías Guðjónsson, fyrrverandi sparisjóðsstjóri. Þá er Styrmir Þór Bragason, fyrrverandi forstjóri MP banka, ákærður fyrir hlutdeild í broti þeirra Jóns og Ragnars.

Málin tengjast lánveitingum Byrs sparisjóðs til Exeter Holding og eru ákærurnar þær fyrstu sem embætti sérstaks saksóknara gefur út. 

Að sögn Ólafs Þórs Haukssonar, sérstaks saksóknara, eru rannsóknir á þónokkrum málum í gangi og sumar komnar lengra á veg en önnur. Þó geti hann ekki sagt til um hvenær næst megi búast við tíðindum hjá embættinu.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert