Undrast viðbrögð við dómi

Forsvarsmenn Bændasamtaka  Íslands og Landssambands smábátaeigenda undrast fálmkennd og ómarkviss viðbrögð stjórnvalda og fjármálafyrirtækja við skýrum dómi Hæstaréttar um ólögmæti gengistryggðra lána. Þetta kemur fram í yfirlýsingu frá samtökunum.

Samtökin skora á öll fjármálafyrirtæki að hlíta afdráttarlausri niðurstöðu Hæstaréttar og grípa til aðgerða þegar í stað og færa höfuðstól gengistryggðra lána til þeirrar upphæðar sem tekin var að láni og endurgreiða lántökum að teknu tilliti til samningsvaxta. Jafnframt krefjast samtökin þess í yfirlýsingunni að allar innheimtuaðgerðir verði stöðvaðar.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert