Segir níðst á alþýðunni á Íslandi

Vilhjálmur Birgisson
Vilhjálmur Birgisson SteinarH

„Það er nöturlegt að verða vitni að því hvernig á að halda áfram að níðast á skuldsettum heimilum þessa lands og ekki undir nokkrum kringumstæðum getur alþýða þessa lands látið þetta átölulaust," skrifar Vilhjálmur Birgisson, formaður Verkalýðsfélags Akraness á vef félagsins.

Hann segir að verkalýðshreyfingar um víða veröld myndu klárlega grípa til allsherjar aðgerða eins og til dæmis allsherjarverkfalla ef þau yrðu vitni að öðru eins óréttlæti eins og almenningur í þessu landi er að upplifa. 

„Á þeirri forsendu er full ástæða fyrir Alþýðusamband Íslands að beina þeim tilmælum til aðildarfélaga sinna að grípa til róttækra aðgerða vegna þessarar ákvörðunar Seðlabanka Íslands og Fjármálaeftirlitsins þar sem þau skilaboð eru send út að dómar hæstaréttar gildi ekki fyrir fjármálakerfið heldur einungis fyrir sauðsvartan almúgann," skrifar Vilhjálmur.

Formaður Verkalýðsfélags Akraness hvetur alþýðu þessa lands til að standa saman og sýna íslenskum stjórnvöldum fulla hörku og það verði ekki liðið að dómar Hæstaréttar gildi ekki fyrir alla í þessu landi. Oft hefur verið þörf fyrir samstöðu en nú er nauðsyn.

„Það á að láta neytendur njóta vafans og það eru fjármálastofnanirnar sem eiga að sækja sinn rétt fyrir dómstólum ef þeir telja að vaxtakjörin sem tilgreind eru í samningunum sem eru flestir í kringum 3%, eigi ekki að standa. En í þessum tilmælum sem gefin voru út í morgun er verið að tala um að vextirnir verði 8,25% sem er umtalsvert hærra heldur en getið er um í þeim lánasamningum sem um ræðir.Verkalýðshreyfingar um víða veröld myndu klárlega grípa til allsherjar aðgerða eins og til dæmis allsherjarverkfalla ef þau yrðu vitni að öðru eins óréttlæti eins og almenningur í þessu landi er að upplifa. 

Á þeirri forsendu er full ástæða fyrir Alþýðusamband Íslands að beina þeim tilmælum til aðildarfélaga sinna að grípa til róttækra aðgerða vegna þessarar ákvörðunar Seðlabanka Íslands og Fjármálaeftirlitsins þar sem þau skilaboð eru send út að dómar hæstaréttar gildi ekki fyrir fjármálakerfið heldur einungis fyrir sauðsvartan almúgann.

 Formaður Verkalýðsfélags Akraness hvetur alþýðu þessa lands til að standa saman og sýna íslenskum stjórnvöldum fulla hörku og það verði ekki liðið að dómar hæstaréttar gildi ekki fyrir alla í þessu landi. Oft hefur verið þörf fyrir samstöðu en nú er nauðsyn," skrifar Vilhjálmur á vef verkalýðsfélagsins.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert