Sjálfstæðisflokkur í sókn

Landsfundur Sjálfstæðisflokksins.
Landsfundur Sjálfstæðisflokksins. mbl.is/Kristinn

Sjálfstæðisflokkurinn fengi 34,6% atkvæða ef kosið yrði til Alþingis nú, samkvæmt niðurstöðum könnunar, sem Miðlun ehf. framkvæmdi fyrir Morgunblaðið í júní.

Flokkurinn hefur því bætt við sig tæplega ellefu prósentustigum frá fylgi sínu í síðustu alþingiskosningum, í apríl 2009, og hátt í fimm prósentustigum frá könnun Capacent í maí.

Á meðan Vinstrihreyfingin – grænt framboð heldur kjörfylgi sínu nokkurn veginn, með 21,5% fylgi, eftir að hafa mælst stærri í könnunum undanfarin misseri, tapa Samfylkingin og Framsóknarflokkurinn talsverðu fylgi frá því í kosningunum.

Þannig segjast 23,8% aðspurðra myndu kjósa Samfylkinguna ef kosið yrði nú. Flokkurinn fékk hins vegar rétt tæplega 30% fylgi í síðustu kosningum. Fylgi hefur farið af Framsóknarflokknum, mælist aðeins 7,6% og Hreyfingin hefur 5,9% fylgi nú.


Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert