Andstaða við aðild að ESB eykst meðal þjóðarinnar

Fánar ESB blakta í Brussel.
Fánar ESB blakta í Brussel. reuters

Andstaða við aðild Íslands að Evrópusambandinu fer vaxandi, að því er kemur fram í nýjum Þjóðarpúlsi Capacent Gallup er RÚV greindi frá í gærkvöldi.

Katrín Jakobsdóttir, varaformaður Vinstri grænna, segir niðurstöðuna ekki koma sér á óvart en könnunin eigi ekki að hafa áhrif á umsóknarferlið. Skúli Helgason, þingmaður Samfylkingar, tekur í sama streng og talar um stóra dóm þegar viðræðum ljúki.

Ólöf Nordal, varaformaður Sjálfstæðisflokks, segir að um sé að ræða forystulaust ferðalag og Íslendingar vilji fara að einbeita sér að málum heima fyrir. Birkir Jón Jónsson, varaformaður Framsóknarflokks, segist enn vilja skoða hvað viðræðurnar fela í sér fyrir Íslendinga, en nánar er fjallað um málið í Morgunblaðinu í dag.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert