Í sjálfsvald sett

mbl.is

Tilmæli Fjármálaeftirlitsins og Seðlabanka Íslands til fjármálafyrirtækja vegna nýfallinna dóma Hæstaréttar um ólögmæti gengistryggingar setja fjármálafyrirtækjum í sjálfsvald að meta til hvaða samninga tilmælin taki.

Fjármálafyrirtækin hafa þannig frjálsar hendur um hvaða gengistryggð lán sín þau leiðrétta. Flest þeirra hafa sent frá sér yfirlýsingar þess efnis að tilmælin taki til gengistryggðra bílalána þeirra en ekkert fyrirtæki hefur, enn sem komið er, ákveðið að láta tilmælin einnig taka til gengistryggðra húsnæðislána.

Þrátt fyrir ótvírætt fordæmisgildi hæstaréttardómanna að mati fræðimanna telja fjármögnunarfyrirtækin ákvæði um gengistryggingu húsnæðislána í samningum sínum það ólík ákvæðum um gengistryggingu í samningum um bílalán að dómar Hæstaréttar og tilmæli Seðlabankans og FME taki því ekki til húsnæðislána að svo stöddu.




Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert