Fréttaskýring: Tilmælin gefa hagfelldari lyktir en gengistrygging

Næstu afborganir lánþega verða almennt töluvert lægri en ef upprunaleg kjör samninga um gengistryggð lán stæðu, hlíti bankar og fjármögnunarfyrirtæki tilmælunum sem Seðlabanki Íslands og Fjármálaeftirlitið sendu frá sér í fyrradag. Kjör þeirra verða aftur á móti ekki eins góð og ef lagt væri til grundvallar að samningsvextir stæðu óbreyttir og óverðtryggðir en margir lögspekingar hafa hallast að þeirri túlkun á dómnum.

Er þetta meðal niðurstaðna útreikninga sem Nordik fjármálaráðgjöf gerði að beiðni Morgunblaðsins. Þannig getur upphæð næstu afborgunar af láni sem veitt var árið 2007 numið aðeins um þriðjungi af því sem hún hefði verið með gengistryggingu. Aftur á móti leiða tilmælin til tæplega fjórfaldrar afborgunar miðað við að samningsvextir standi án gengistryggingar.

Tilmæli stofnananna fela í sér að miða skal endurútreikning lánanna við vexti Seðlabankans í stað umsaminna vaxta. Þeim er ætlað að gilda þar til Hæstiréttur sker úr um hvort og hvernig skuli endurreikna gengistryggð lán í íslenskum krónum en Hæstiréttur tók af réttarfarsástæðum ekki á því í dómi um ólögmæti gengistryggingar íslenskra lána.

Ekki er um bindandi tilmæli að ræða og hafa forsvarsmenn Seðlabankans og Fjármálaeftirlitsins tekið skýrt fram að endanleg úrlausn liggi hjá Hæstarétti eða hjá löggjafanum. Lánveitendur virðast þó ætla að hlíta tilmælunum að meira eða minna leyti hvað varðar þau lán sem víst er að tilmælin ná til.

Haldreipi fyrir lánardrottna

Lánveitendur hafa frá því dómur Hæstaréttar gekk hafnað þeirri túlkun að þar sem rétturinn taldi aðeins ákvæði um gengistryggingu óskuldbindandi standi önnur ákvæði, þar á meðal ákvæði um lága vexti, óhögguð.

Kváðu þeir ekki ljóst hvernig ætti að gera upp lánin þar sem ekki væri tekið á því sérstaklega í dóminum. Brugðu af þessum sökum margir þeirra á það ráð, áður en fyrirmælin voru gefin út, að lýsa því yfir að ekki yrðu sendir út greiðsluseðlar til skuldara fyrr en leyst væri úr óvissu um hvernig lánin skyldu gerð upp. Tilmælin veita lánardrottnum því ákveðið haldreipi svo þeir geti heimt einhverjar afborganir af veittum lánum. Að gengnum dómi Hæstaréttar um endanlegt uppgjör kemur svo í ljós hvort þeir hafa fengið ofgreitt eða ekki.

Það er útbreidd skoðun meðal lögfræðinga og hagsmunasamtaka að þar til dómstólar veiti skýrari svör skuli samningsvextir standa.

Áþekk sennilegri niðurstöðu

Lögspakir sérfræðingar á sviði samninga- og kröfuréttar hafa leitt að því líkur að dómsúrlausn um forsendur uppgjörs lánanna verði ekki ólík þeim sem tilmælin kveða á um.

Byggist það á því að með því að gengistryggingin fellur niður standi eftir kjör sem seint hefði verið samið um í upphafi. Þau megi jafnvel telja beinlínis ósanngjörn í garð lánveitenda en í 36. gr. samningalaga er heimild til að breyta samningum eftir á, teljist þeir ósanngjarnir. Þeirri heimild hefur þó verið beitt afar varfærnislega í dómaframkvæmd og sjaldan eða aldrei til hagsbóta fyrir fyrirtæki á kostnað neytenda.


Innlent »

Syngur í Tosca í 400. skiptið

21:07 Síðasta sýningin á óperunni Tosca fyrir áramót verður í Hörpu í kvöld, en það er 400. sýning Kristjáns Jóhannssonar óperusöngvara í hlutverki Cavaradossi málara. Kristján hefur sungið hlutverkið víða um heiminn síðan 1980. Meira »

Ógn fylgi innflutningi á fersku kjöti

20:37 Karl G. Kristinsson, yfirlæknir á Sýkla- og veirufræðideild Landspítalans, segir ómetanlegt að á Íslandi sé minnst sýklalyfjaónæmi af löndum Evrópu, eins og árleg skýrsla Evrópsku sóttvarnarmiðstöðvarinnar sýnir. Meira »

Björn Lúkas tapaði úrslitabardaganum

20:12 Bardagamaðurinn Björn Lúkas Haraldsson tapaði úrslitabardaganum sínum á heimsmeistaramóti áhugamanna í MMA í dag. Svíinn Khaled Laallam reyndist of sterkur og fór með sigur af hólmi. Björn Lúkas fer hins vegar með silfrið heim. Þetta kemur fram á Meira »

Sex fengu 100 þúsund krónur

19:34 Enginn miðhafi var með allar tölur réttar í Lottó þegar dregið var út kvöld og verður potturinn því tvöfaldur í næstu viku. Þrír miðaeigendur skiptu hins vegar með sér bónusvinningi kvöldsins og hlýtur hver um sig rúmlega 101 þúsund krónur. Meira »

Lambastelpa lét ekki stoppa sig

19:13 Þau ætluðu ekki að trúa sínum eigin augum þegar hún kom í leitirnar, eftir að hafa verið týnd í tvo og hálfan mánuð. Klóka kindin Ukulele lambastelpa er frekari en nokkru sinni fyrr og vill ei vera í fjárhúsi. Meira »

Telja himin og jörð ekki að farast

18:33 Jarðvísindamenn voru við mælingar á Öræfajökli í dag og mældu meðal annars nýjan sigketil sem hefur myndast í öskju jökulsins síðustu daga. Ketillinn er um einn kílómetri í þvermál, en Magnús Tumi Guðmundsson jarðeðlisfræðingur segir það hafa komið í ljós að ketilinn sé um 15 til 20 metra djúpur. Meira »

35,11% vefsíðna komnar aftur í gagnið

17:29 Samkvæmt Merði Ingólfssyni, framkvæmdastjóra 1984 ehf. hefur 35,11% þeirra vefsíðna sem fyrirtækið hýsir verið komið aftur í gagnið eftir kerfishrunið sem varð á miðvikudag. Á morgun vonast hann til að hlutfallið verði komið upp í 50% og að á mánudag verði allar vefsíðurnar komnar upp. Meira »

„Þetta er algjör draumur“

17:40 Úthlutað var úr Styrktarsjóði Svavars Guðnasonar listmálara og Ástu Eiríksdóttur eiginkonu hans við athöfn í Listasafni Íslands í dag og hlutu tveir ungir myndlistarmenn styrki, þau Fritz Hendrik Berndsen og Katrín Inga Jónsdóttir Hjördísardóttir. Meira »

Fresta stofnfundi nýs stéttarfélags

16:57 Ákveðið hefur verið að fresta stofnfundi nýs Stéttarfélags, Sambands íslenskra flugliða, sem flugfreyjur- og þjónar hjá WOW air hugðust stofna. Erla Pálsdóttir forsvarsmaður undirbúningsnefndarinnar, segir í tilkynningu sem hún sendi frá sér fyrir skömmu, þetta sé gert vegna breyttra aðstæðna. Meira »

Stella hreint ekki í orlofi

16:32 Heiða Rún Sigurðardóttir kom heim til að leika titilhlutverkið í glænýjum glæpaþáttum um hina úrræðagóðu Stellu Blómkvist. Hún segir hlutverkið safaríkt og kærkomna tilbreytingu frá búningadramanu Poldark. Meira »

Rafleiðni í Múlakvísl eykst áfram

16:31 Rafleiðni í Múlakvísl á Mýrdalssandi heldur áfram að aukast og samkvæmt nýjustu mælingum sem gerðar voru í dag mælist rafleiðnin 560 míkrómens/cm. Meira »

„Staðan er brothætt“

15:55 „Mér finnst við ekki standa illa. Við stöndum þokkalega en staðan er brothætt,“ segir dósent við menntavísindasvið HÍ um læsi grunnskólabarna. Þetta kom fram í erindi sem hann hélt á ráðstefnunni Lestur er lykill að ævintýrum. Meira »

Óku út af á stolnum bíl

15:12 Tilkynnt var um útafakstur rétt austan við Bitru í nótt. Þegar lögreglan kom á staðinn reyndist um stolinn bíl að ræða.  Meira »

Illa brotnar en ekki í lífshættu

14:38 Erlendu konurnar tvær sem lentu í árekstri við snjóruðningstæki við Ketilstaði á Þjóðvegi eitt á Suðurlandi á fimmtudag eru ekki lífshættulega slasaðar. Konurnar brotnuðu þó engu að síður báðar tvær illa samkvæmt upplýsingum frá lögreglunni á Suðurlandi. Meira »

Bilun í sendi Vodafone í Reykhólasveit

13:19 Sjónvarpsþjónusta Digital Ísland á vegum Vodafone hefur legið niðri víða í Reykhólasveit og á nærliggjandi bæjum síðan í gær. „Bilunin nær jafnvel eitthvað inn á Búðardalinn, en það komu tilkynningar frá þessu svæði í gær,“ segir Guðfinnur Sigurvinsson, verkefnastjóri samskiptamála hjá Vodafone. Meira »

Brotist inn í íbúðarhús á Selfossi

14:58 Lögregla á Selfossi handtók í morgun mann sem grunaður er um innbrot. Brotist var inn í íbúðarhús á Selfossi snemma í morgun og kom húsráðandi að manninum. Meira »

Bjartsýnn á miðstjórnarfund í næstu viku

14:35 Innihald stjórnamyndunarviðræðna Framsóknarflokks, VG og Sjálfstæðisflokks miðar vel áfram. Þetta sagði Sigurður Ingi Jóhannsson, formaður Framsóknarflokksins, við fundargesti á haustfundi miðstjórnar flokksins. „Ef allt gengur upp þá verður boðað til miðstjórnarfundar um miðja næstu viku.“ Meira »

Með fartölvuna í blæðandi höndunum

12:25 Nokkur erill var hjá lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu í nótt og snemma í morgun. Karlmaður var handtekinn á sjötta tímanum í morgun vegna gruns um innbrot í læst rými í húsnæði Landspítalans. Hafði maðurinn m.a. veist að öryggisverði skömmu áður en lögreglan kom á vettvang. Meira »

Mátturinn eða dýrðin - Greinaflokkur

Viltu vita meira um Hornstrendingana?
Þá er málið leyst. Í Hornstrandabókum okkar er uppistaðan frásagnir af Hornstren...
Sendibílaþjónustan Skutla. Sími 867-1234
Tökum að okkur allrahanda sendibílaþjónustu á sanngjörnu verði. Sjá nánar á www....
Bátakerru stolið
Þessari kerru var stolið um Hvítasunnuhelgina í bryggjuhverfinu í Reykjavík. Þei...
Lok á heita potta og hitaveitu- skeljar
Lok á heita potta og hitaveitu- skeljar Stærðir í cm: 200x200, 210x210, 220x220,...
 
Samkoma
Félagsstarf
Samkoma kl. 20 í Kristniboðs- salnum. R...
Aðalfundur
Fundir - mannfagnaðir
Aðalfundur Aðalfundur Vör...
Félagsstarf
Staður og stund
Aflagrandi 40 Við byrjum daginn á opnu v...
Framhald uppboðs
Nauðungarsala
Uppboð Einnig birt á www.naudungarsolu...