Fréttaskýring: Tilmælin gefa hagfelldari lyktir en gengistrygging

Næstu afborganir lánþega verða almennt töluvert lægri en ef upprunaleg kjör samninga um gengistryggð lán stæðu, hlíti bankar og fjármögnunarfyrirtæki tilmælunum sem Seðlabanki Íslands og Fjármálaeftirlitið sendu frá sér í fyrradag. Kjör þeirra verða aftur á móti ekki eins góð og ef lagt væri til grundvallar að samningsvextir stæðu óbreyttir og óverðtryggðir en margir lögspekingar hafa hallast að þeirri túlkun á dómnum.

Er þetta meðal niðurstaðna útreikninga sem Nordik fjármálaráðgjöf gerði að beiðni Morgunblaðsins. Þannig getur upphæð næstu afborgunar af láni sem veitt var árið 2007 numið aðeins um þriðjungi af því sem hún hefði verið með gengistryggingu. Aftur á móti leiða tilmælin til tæplega fjórfaldrar afborgunar miðað við að samningsvextir standi án gengistryggingar.

Tilmæli stofnananna fela í sér að miða skal endurútreikning lánanna við vexti Seðlabankans í stað umsaminna vaxta. Þeim er ætlað að gilda þar til Hæstiréttur sker úr um hvort og hvernig skuli endurreikna gengistryggð lán í íslenskum krónum en Hæstiréttur tók af réttarfarsástæðum ekki á því í dómi um ólögmæti gengistryggingar íslenskra lána.

Ekki er um bindandi tilmæli að ræða og hafa forsvarsmenn Seðlabankans og Fjármálaeftirlitsins tekið skýrt fram að endanleg úrlausn liggi hjá Hæstarétti eða hjá löggjafanum. Lánveitendur virðast þó ætla að hlíta tilmælunum að meira eða minna leyti hvað varðar þau lán sem víst er að tilmælin ná til.

Haldreipi fyrir lánardrottna

Lánveitendur hafa frá því dómur Hæstaréttar gekk hafnað þeirri túlkun að þar sem rétturinn taldi aðeins ákvæði um gengistryggingu óskuldbindandi standi önnur ákvæði, þar á meðal ákvæði um lága vexti, óhögguð.

Kváðu þeir ekki ljóst hvernig ætti að gera upp lánin þar sem ekki væri tekið á því sérstaklega í dóminum. Brugðu af þessum sökum margir þeirra á það ráð, áður en fyrirmælin voru gefin út, að lýsa því yfir að ekki yrðu sendir út greiðsluseðlar til skuldara fyrr en leyst væri úr óvissu um hvernig lánin skyldu gerð upp. Tilmælin veita lánardrottnum því ákveðið haldreipi svo þeir geti heimt einhverjar afborganir af veittum lánum. Að gengnum dómi Hæstaréttar um endanlegt uppgjör kemur svo í ljós hvort þeir hafa fengið ofgreitt eða ekki.

Það er útbreidd skoðun meðal lögfræðinga og hagsmunasamtaka að þar til dómstólar veiti skýrari svör skuli samningsvextir standa.

Áþekk sennilegri niðurstöðu

Lögspakir sérfræðingar á sviði samninga- og kröfuréttar hafa leitt að því líkur að dómsúrlausn um forsendur uppgjörs lánanna verði ekki ólík þeim sem tilmælin kveða á um.

Byggist það á því að með því að gengistryggingin fellur niður standi eftir kjör sem seint hefði verið samið um í upphafi. Þau megi jafnvel telja beinlínis ósanngjörn í garð lánveitenda en í 36. gr. samningalaga er heimild til að breyta samningum eftir á, teljist þeir ósanngjarnir. Þeirri heimild hefur þó verið beitt afar varfærnislega í dómaframkvæmd og sjaldan eða aldrei til hagsbóta fyrir fyrirtæki á kostnað neytenda.


Innlent »

Björt framtíð mætti ekki

19:20 Enginn þingmanna Bjartrar framtíðar mætti á fund stjórnskipunar- og eftirlitsnefndar með umboðsmanni Alþingis í dag. Að sögn Unnsteins Jóhannssonar kom það flatt upp á alla í þingflokksherbergi Bjartrar framtíðar þegar viðstaddir áttuðu sig á því að fundurinn væri að verða búinn. Meira »

Taktu mig hérna við uppþvottavélina

18:50 Það er sérstök stemning í Hafnarhúsinu þessa dagana þar sem nokkrir ungir karlmenn gutla á kassagítar og raula við klassískt atriði úr fyrstu alíslensku kvikmyndinni í fullri lengd, Morðsögu frá 1977. Meira »

Gáfu fósturgreiningardeild tvö ómtæki

18:37 Kvenfélagið Hringurinn færði fósturgreiningardeild Landspítala tvö ómtæki að gjöf og voru þau afhent formlega í þakkarboði sem haldið var Hringskonum í dag. Meira »

Tvær nýjar heilsugæslustöðvar?

18:30 Stefnt er að því að byggja tvær nýjar heilsugæslustöðvar á Akureyri í stað núverandi húsnæðis heilsugæslunnar í miðbænum. Talið er æskilegt að byggja einnar hæðar hús og verði hvor eining um sig 1500 fermetrar að stærð. Þetta er niðurstaða nýrrar skýrslu ráðgjafarfyrirtækisins Nolta. Meira »

Gráar kindur alltaf í uppáhaldi

18:25 Kristbjörg vissi ekkert út á hvað ræktun feldfjár gekk þegar hún fór af stað fyrir sjö árum, en hefur verið ódrepandi við að afla sér þekkingar. Í sumar fór hún til Danmerkur og Svíþjóðar þar sem Kristín og Anne feldfjárbændur voru sóttar heim. Meira »

Þyngdi dóm vegna skilasvika

18:22 Hæstiréttur Íslands hefur þyngt dóm Héraðsdóms Norðurlands eystra yfir Ara Axel Jónssyni vegna brota hans sem eigandi og framkvæmdastjóri Dregg ehf. á Akureyri. Meira »

Ein deild lokuð á dag vegna manneklu

17:50 „Við gerum þetta svona vegna þess að við viljum vernda deildarstarf barnanna,“ segir Fanný Heimisdóttir, leikskólastjóri í Sunnufoldar í Grafarvogi. Í næstu viku mun hún grípa til þess ráðs að hafa eina deild leikskólans lokaða á hverjum degi. Skýringin á þessu er mannekla. Meira »

Sæmundur Sveinsson skipaður rektor LBHÍ

18:10 Kristján Þór Júlíusson, mennta- og menningarmálaráðherra, skipað í dag dr. Sæmund Sveinsson í stöðu rektors Landbúnaðarháskóla Íslands til eins árs frá og með 1. október 2017. Skipanin var gerð að fenginni tillögu háskólaráðs Landbúnaðarháskóla. Meira »

Eins og dómurinn hafi verið þurrkaður út

17:47 Anna Signý Guðbjörnsdóttir, eitt fórnarlamba lögreglumanns sem fékk uppreist æru eftir að hafa fengið 18 mánaða dóm fyrir kynferðisbrot, segist ekki hafa trúað því að hann hefði fengið uppreist æru er hún fyrst frétti það. „Mér líður eins og það sé búið að þurrka dóminn hans út,“ sagði hún í viðtali við RÚV. Meira »

Ólíklegt að efnin berist í notendur

17:30 Lítil hætta er talin á því að hættuleg efni berist í notendur gervigrasvalla í Kópavogi. Þetta kemur fram í niðurstöðum rannsóknar sem gerð var á átta gervigrasvöllum bæjarins og sem Kópavogsbær kynnti í í dag. Meira »

Dæmdur fyrir líkamsárás gegn eiginkonu

17:19 Karlmaður á sjötugsaldri var í dag dæmdur í þriggja mánaða skilorðsbundið fangelsi fyrir að hafa slegið eiginkonu sína ítrekað með krepptum hnefa í andlit, bak og brjóstkassa. Meira »

Tillaga Bjarna „óásættanleg“

17:08 „Mér finnst óásættanlegt hvernig þetta er sett upp,” segir Birgitta Jónsdóttir, þingmaður Pírata, um tillögu Bjarna Benediktssonar forsætisráðherra um endurskoðun stjórnarskrárinnar í áföngum á næstu þremur kjörtímabilum. Meira »

Icelandair dæmt til að greiða dánarbúi flugmanns 68,8 milljónir í skaðabætur

16:51 Hæstiréttur hefur staðfest dóm héraðsdóms Reykjavíkur frá því í júní sl. þess efnis að Icelandair ehf. beri að greiða dánarbúi fyrrverandi flugmanns félagsins 68,8 milljónir króna auk dráttarvaxta vegna ólögmætrar uppsagnar árið 2010. Meira »

Ósamhljóða í fordæmisgefandi máli

16:14 Heimilt er að ákæra menn fyrir meiri háttar skattalagabrot þó að þeir hafi áður sætt háu álagi ofan á vangoldna skatta. Þetta er niðurstaða dóms Hæstaréttar sem staðfesti dóm Héraðsdóms Reykjavíkur frá því í mars í fyrra. Meira »

MS safnar fyrir Kusu á Landspítalann

15:24 Söfnunarátakinu Mjólkin gefur styrk hefur verið ýtt úr vör fjórða árið í röð. Í ár verður meðal annars safnað fyrir tækinu Cusa sem fagfólk kallar gjarnan „Kusuna“ og nota við skurðaðgerðir á líffærum. Meira »

10 mánuðir fyrir ítrekaðan ölvunarakstur

16:25 Karlmaður á fertugsaldri var í dag dæmdur af Hæstarétti til að sæta fangelsi í 10 mánuði auk þess sem hann var sviptur ökuréttindum ævilangt. Héraðsdómur hafði áður dæmt manninn í 13 mánaða fangelsi. Meira »

Stíga til baka og óska frekari gagna

15:59 „Þetta var gagnlegur fundur með umboðsmanni Alþingis og svaraði mörgum spurningum. Samt sem áður liggja eftir spurningar sem við vildum gjarnan fá svör við. Hvort það er enn þá tilefni til formlegrar rannsóknar eigum við eftir að meta.“ Meira »

Starfar í neyðarteymi í Karíbahafinu

15:19 Sólrún María Ólafsdóttir, sendifulltrúi og starfsmaður Rauða krossins á Íslandi er á leið í Karíbahafið þar sem hún mun starfa í svokölluðu FACT-neyðarteymi (Field Assessment Coordination Team) á vegum Alþjóðasambands Rauða krossins og Rauða hálfmánans. Meira »
Land Rover freelander 1999
til sölu er bilaður góður fyrir handlægin keyrður ca 140 þ, óska eftir tilboði ...
Getum útvegað allt frá Bretlandi á mun lægra verði........
Getum útvegað allt frá Bretlandi á mun lægra verði sem viðkemur vinnuvélum, trak...
Bækur um ættfræði byggðasögu og ýmsan fróðleik til sölu
hef til sölu nokkur grundavallarrit ættfræðinnar ásamt ritum um atvinnu og byggð...
 
Eldri borgarar
Staður og stund
Aflagrandi 40 Það er opin vinnustofa hjá...
Félagsstarf
Staður og stund
Aflagrandi 40 Hjá okkur er opin vinnusto...
Reikningsskiladagur
Fundir - mannfagnaðir
Reikningsskiladagur FLE Föstudagur...
Félagsfundur varðar
Fundir - mannfagnaðir
Vörður - fulltrúaráð sjálfstæðisf...