Krafðir um háar bætur?

Mögulegt fjárhagslegt tjón banka og lánastofnana vegna endurskoðaðra lánasamninga gæti numið milljörðum, gangi mestu svartsýnisspár eftir.

Verði raunin sú er ekki loku fyrir það skotið að lánveitendur geti sótt bætur til lögmanna sem komu að gerð gengistengdu lánasamninganna sem óvissa ríkir nú um.

Lögmenn bera bótaábyrgð á störfum og starfsmönnum sínum, samkvæmt lögum þar að lútandi frá 1997. Sú ábyrgð er þó breytileg eftir starfsfyrirkomulagi. Þannig er t.d. eðlismunur á því að starfa sem hluti af lögfræðisviði lánastofnunar og að starfa sjálfstætt á stofu, að því er fram kemur í Morgunblaðinu í dag.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert