Greiði 5000 krónur af hverri milljón

Arion banki hefur ákveðið að bjóða einstaklingum með erlend íbúðalán hjá bankanum, með veði í fasteign, að greiða mánaðarlega 5000 krónur af hverri milljón upphaflegs höfuðstóls lánsins á verðlagi við lánveitingu. Viðskiptavinur með 13 milljóna erlent íbúðalán myndi samkvæmt þessu greiða 65 þúsund krónur á mánuði.

Þetta er í samræmi við tilmæli, sem Samtök fjármálafyrirtækja hafa sent aðildarfélögum sínum. Segjast samtökin setja þessi tilmæli fram með samþykki Samkeppniseftirlitsins.

Arion banki segist vilja með þessari ákvörðun koma til móts við  viðskiptavini sína, sem skulda erlend íbúðalán, þar til fordæmisgefandi hæstaréttardómar falla um lán bankans.

Þá hefur bankinn einnig ákveðið að framlengja lausnir sínar vegna erlendra lána um tvo mánuði eða til 1. september 2010. Bankinn tekur fram, að viðskiptavinir glati ekki betri rétti þó þeir nýti sér úrræði bankans.

Þá áréttar Arionbanki einnig, að engar nauðungarsölur á íbúðahúsnæði verði á vegum bankans á þessu ári. 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert