Ísland hætti hvalveiðum

Hvalveiðibátur siglir inn Hvalfjörð með langreyðar á síðunni.
Hvalveiðibátur siglir inn Hvalfjörð með langreyðar á síðunni. mbl.is/Ómar

Í ályktun, sem Evrópuþingið samþykkti í dag þar sem fagnað er væntanlegum aðildarviðræðum Evrópusambandsins við Ísland, eru Íslendingar jafnframt beðnir um að hætta hvalveiðum þar sem þær samræmist ekki lögum Evrópusambandsins.

Fram kemur á vef Evrópuþingsins, að í ályktuninni, sem samþykkt var með handauppréttingu, segi einnig að Ísland eigi að falla frá þeim fyrirvörum, sem þeir hafa sett við hvalveiðibann Alþjóðahvalveiðiráðsins. 

Jafnframt er viðurkennt, að Íslendingar hafi stjórnað nýtingu sjávarauðlinda með ábyrgum hætti.  Eru bæði Evrópusambandið og Ísland hvött til að ganga til viðræðnanna með það fyrir augum, að niðurstaða í sjávarútvegsmálum verði sjómönnum og neytendum í Evrópusambandinu sem og á Íslandi til hagsbóta.

Vefur Evrópuþingsins

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert