Lokað fyrir bíla í miðborginni

Úr Austurstræti.
Úr Austurstræti. mbl.is/Þorkell

Á döfinni er að loka Austurstræti, Pósthússtræti og hluta Hafnarstrætis í Reykjavík fyrir bílum og verða göturnar eingöngu opnar gangandi og hjólandi vegfarendum í sumar.

Þá hefur grasbalinn, sem settur var upp tímabundið á Lækjartorgi á síðasta ári, nú lokið hlutverki sínu og hyggst borgin sá næstu grænu fræjum á Hverfisgötunni. Tvö stæði við Hverfisgötu 42 verða tyrfð í lok þessarar viku og um leið helguð fólki en ekki bílum, segir í frétt frá Reykjavíkurborg.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert