Missti allt sitt í stórbruna

Útihús brunnu til kaldra kola á Tjörn á Vatnsnesi.
Útihús brunnu til kaldra kola á Tjörn á Vatnsnesi. mbl.is

Í lok mars missti Júlíus Már Baldursson, bóndi á Tjörn á Vatnsnesi, allt sitt í stórbruna. Hann hefur ræktað landnámshænur í rúm 30 ár og búið hans var það stærsta á landinu með sterkum og fjölbreyttum ræktunarstofni.

Hænurnar, um 200 ungar og 970 egg brunnu inni en Júlíus segir að ungarnir hafi átt að klekjast út eftir þrjá daga. „Ég var farinn að heyra tíst í eggjunum.“

Júlíus er hugaður maður og segir ekki annað koma til greina en að bíta á jaxlinn og horfa fram á við. VB-Landbúnaður telur það mikilvægt að styðja við bakið á hugrökkum hugsjónamönnum og hefur fært Júlíusi útungunarvél sem sér um að snúa um 75-80 eggjum sjálfkrafa. Þeim sem vilja kynna sér málið betur er bent á heimasíðuna www.islenskarhaenur.is. Í samtali í Morgunblaðinu í dag segist Júlíus snortinn og þykir gott að finna fyrir stuðningi hjá fólki eftir áfallið.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert