Má eiga 98,5% hlut í HS Orku

Orkuver HS Orku.
Orkuver HS Orku.

Meirihluti nefndar um erlenda fjárfestingu hefur komist að þeirri niðurstöðu, að fjárfesting Magma Energy Sweden í HS Orku sé heimil en Magma á nú 98,5% hlut í íslenska orkufyrirtækinu.

HS Orka tilkynnti efnahags- og viðskiptaráðuneytinu þann 25. maí að Magma Energy Sweden hefði keypt 52,35% hlut til viðbótar  í HS Orku og ætti þá 98,5% hlut. Nefnd um erlenda fjárfestingu hefur nú fjallað um þessa tilkynningu og komst meirihluti nefndarinnar að þeirri niðurstöðu að fjárfestingin gangi ekki gegn ákvæðum laga um fjárfestingu erlendra aðila í atvinnurekstri. Minnihluti nefndarinnar greiddi atkvæði gegn þessari niðurstöðu. 

Samkvæmt lögum um erlenda fjárfestingu er fimm manna nefnd, kjörinni af Alþingi, ætlað að fylgjast með því að ákvæðum laganna um takmarkanir á fjárfestingu erlendra aðila sé framfylgt og leggja mat á lögmæti þeirra fjárfestinga. Erlendum aðilum er almennt heimilt að fjárfesta í atvinnurekstri hér á landi en í gildi eru lög, sem setja sérstakar takmarkanir  við erlendri fjárfestingu í ákveðnum atvinnurekstri, s.s. sjávarútvegi og orkuiðnaði.

Álit nefndar um erlenda fjárfestingu

Álit meirihluta nefndarinnar frá 22. mars

Álit minnihluta nefndarinnar frá 22. mars

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert