Hönnun Landspítala kynnt

Framtíðarskipulag Landspítalans var kynnt í dag á Háskólatorgi. Samkeppni um hönnun sjúkrahússins var háð fyrir stuttu og kom það í hlut Guðrúnar Ágústsdóttur, formanns nefndarinnar að kynna úrslitin.

Hönnunarhópurinn SPITAL bar sigur úr býtum. Segir í áliti dómnefndar að höfundum tillögunar nái vel því markmiði sínu að skapa „bæjarsamfélag sem myndar ramma um þverfaglegt samstarf ólíkra greina.“ Þá segir einnig að hönnunin sé afar sveigjanleg þegar kemur að frekari framkvæmdum og að hún sé talin hagkvæm.

Hægt er að skoða tillögurnar á vef Landspítalans

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert