FME telur lagagrundvöll gengislánatilmæla traustan

Gunnar Andersen, forstjóri FME.
Gunnar Andersen, forstjóri FME.

Gunnar Þ. Andersen, forstjóri Fjármálaeftirlitsins, segist telja að lagagrundvöllur tilmæla eftirlitsins og Seðlabanka Íslands um hvernig skuli haga uppgjöri gengistryggðra lána sé traustur. Umboðsmaður Alþingis sendi stofnununum bréf þann 7. júlí þar sem þær eru inntar eftir skýringu á lagagrundvelli tilmælanna. Er hún send í tilefni af formlegri kvörtun lántaka gengistryggðs láns til umboðsmanns og ábendinga sem honum hafa borist.

Óskar umboðsmaður einnig skýringa á í hverju óvissa um lánakjör felist. Telur hann að ekki verði ráðið af dómum Hæstaréttar um ólögmæti gengistryggingar að þeir haggi vaxtaákvæðum eða öðrum ákvæðum lánasamninga að því er kemur fram í fyrirspurnarbréfi hans.

„Við reiknuðum ekki sérstaklega með því en það má alltaf búast við svona löguðu. Það er ekkert sem kemur okkur á óvart hér lengur,“ segir Gunnar um það hvort fyrirspurn umboðsmanns sé óvænt. Hann segir að leitast verði við að svara fyrirspurninni fyrir 16. júlí en umboðsmaður óskaði svara fyrir þann dag.

Segir Gunnar að ekki hafi verið tekin nein ákvörðun um að draga tilmælin til baka, það hafi ekki enn komið til umræðu. Í fyrirspurn umboðsmanns segir að komi til þess verði ekki þörf á að svara spurningum hans.

Dæmdu ekki um vexti

 » Úr fyrirspurn umboðsmanns: „Af lestri dóma Hæstaréttar [...] verður ekki annað ráðið en að [...] dómarnir lúti eingöngu að úrlausn um gildi ákvæða þessara samninga um verðtryggingu skuldar samkvæmt þeim miðað við gengi.
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert