Ómar Ragnarsson fær milljónir

Ómar Ragnarsson verður sjötugur á árinu.
Ómar Ragnarsson verður sjötugur á árinu. Rax / Ragnar Axelsson

Íslendingar eru hvattir til að gefa Ómari Ragnarssyni eitt þúsund krónur í sjötugsafmælisgjöf sem þökk fyrir ómetanleg störf í þágu Íslenskrar náttúru.

Þannig hljóðar lýsingin á nýlegri síðu sem finna má á samskiptavefnum facebook. Þegar þessi frétt er skrifuð hafa 1.375 manns lýst sig viljuga til verksins með því að gerast meðlimir síðunnar.

Samkvæmt því hafa nú þegar safnast tæplega 1,4 milljón króna í afmælisgjöf til þessa ástsæla fjölfræðings.

Það er athafnamaðurinn Friðrik Weisshappel sem stendur fyrir síðunni. 

Margir hafa lýst ánægju sinni með verkið í skilaboðum á síðunni. Greina má þar nokkra þjóðþekkta Íslendinga. Þar á meðal má nefna Friðrik Ómar sem upplýsir að hann sé skírður í höfuðið á Ómari Ragnarssyni vegna þess hve mjög faðir hans leit upp til Ómars.

Hér má skoða facebook síðuna.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert