Leggja lokahönd á Landeyjahöfn

Landeyjahöfn markar nýtt tímabil í samgöngum milli lands og Vestmannaeyja. Í raun er um byltingu að ræða, svo mikil er breytingin. Á morgun mun Herjólfur sigla inn í Landeyjahöfn og þar með vígja þetta mikla mannvirki Suðurlands.
 
Ferðir Herjólfs verða tíðari eftir að nýja höfnin verður tekin í notkun. Yfir sumartímann verður siglt ýmist fjórum eða fimm sinnum á milli. Hver ferð milli Landeyja og Vestmannaeyja tekur aðeins rúman hálftíma. Til samanburðar tekur ferðin frá Þorlákshöfn til Eyja tæpar þrjár klukkustundir.
 
Þessa stundina leggja tugir iðnaðarmanna lokahönd á verkið. Margir hafa unnið þar mánuðum saman og hlakka mikið til þess að komast loksins í sumarfrí.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert