Ökuníðingur undir áhrifum fíkniefna

Konan var handtekin af lögreglu
Konan var handtekin af lögreglu

Kona, sem handtekin var nú síðdegis eftir að hafa ekið á allt að 140 km hraða um götur höfuðborgarinnar, er grunuð um að hafa verið undir áhrifum fíkniefna. Bíllinn, sem konan ók, var án skráningarnúmera og konan er ökuréttindalaus. 

Lögreglan veitti bílnum athygli við Gullinbrú þar sem hann var án skráningarnúmera. Ökumaðurinn, 27 ára gömul kona, sinnti ekki stöðvunarmerkjum  og ók á 120 til 140 kílómetra hraða á flótta undan lögreglunni.  Konan ók nokkrum sinnum yfir gatnamót gegn rauðu ljósi. 

Lögreglu tókst loks að króa bílinn af á Smáratorgi í Kópavogi. Konan var handtekin og reyndist þá vera án ökuréttinda. Lögregla hefur hana einnig grunaða um að hafa verið  áhrifum fíkniefna.

Mikil hætta skapaðist af þessum háskaakstri enda á háannatíma í umferðinni. 

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert