Útgerðarmenn funduðu með ráðherra

Jón Bjarnason á síðasta ársfundi LÍÚ.
Jón Bjarnason á síðasta ársfundi LÍÚ. Morgunblaðið/Ómar

Fulltrúar útgerðarmanna áttu einnar og hálfrar klukkustundar fund með sjávarútvegsráðherra í dag. Tilefni fundarins var sú ákvörðun ráðherra, að gefa veiðar á úthafsrækju frjálsar.

Niðurstaða fundarins var sú að útgerðarmönnum verður gert að skila greinargerð um rök sín í málinu. Fundurinn var haldinn að ósk útgerðarinnar. Fundinn sátu ráðherrann, formaður, varaformaður og framkvæmdastjóri LÍU auk fulltrúa frá sjávarútvegsfyrirtækjunum Þormóði Ramma, Vísi, Brim og Ráeyri.

Ráðherra lagði fram lögfræðiálit sem Ástráður Haraldsson hafði unnið fyrir ráðuneytið. Í álitinu kemur fram að heimilt sé að taka tegundir út fyrir kvóta, hafi nýting á aflaheimildum verið minni en 50%. Samkvæmt upplýsingum frá ráðuneytinu var lögfræðiálitið unnið sumarið 2009, en  þar kemur fram að nýting á úthafsrækjukvóta hafi verið afar lítil árin fjögur þar á undan. Ónýttur kvóti hafi legið á bilinu 77-92% á tímabilinu. 

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert