Byggðastofnun í vandræðum á ný

Rækjukvóti verður verðlaus með frjálsum veiðum.
Rækjukvóti verður verðlaus með frjálsum veiðum. mbl.is/Kristján

Afar líklegt er að eiginfjárhlutfall Byggðastofnunar fari aftur undir lögbundið lágmark, en ríkisstjórnin er veitti nýlega 3,6 milljarða króna til stofnunarinnar.

Ástæðan er sú ákvörðun Jóns Bjarnasonar sjávarútvegsráðherra að gefa rækjuveiðar frjálsar. Byggðastofnun ber nokkra áhættu vegna útlána til rækjuiðnaðar, eða 1,3 milljaðra króna. Stærstur hluti þeirra lána er með veði í kvóta, sem verður eðli málsins samkvæmt verðlaus undir fyrirkomulagi frjálsra veiða.

Anna Kristín Gunnarsdóttir, stjórnarformaður Byggðastofnunar, segir í samtali við Morgunblaðið í dag, að 1,3 milljarðar setji að sjálfsögðu stórt strik í reikninginn hjá stofnuninni. Hún segir að ráðherrann hafi ekki átt neitt samráð við stjórn Byggðastofnunar í aðdraganda ákvörðunar sinnar, né heldur stofnunina sjálfa.
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert