Rannsaka þarf aðdragandann að sölu HS Orku

Árni Þór Sigurðsson.
Árni Þór Sigurðsson. mbl.is/Ómar

Árni Þór Sigurðsson, þingmaður Vinstri grænna, segir að rannsaka þurfi aðdragandann að sölunni á HS Orku til kanadíska orkufyrirtækisins Magma. Segir Árni Þór að í sínum huga og margra annarra blasi við að stofnun Magma Energy Sweden, sem keypti hlutinn í HS Orku, sé hreinn málamyndagjörningur, til þess eins að sniðganga íslensk lög.

„Úr þessu álitaefni þarf helst að fást skorið fyrir dómstólum.  Aðdragandann að þessu máli öllu þarf einnig að rannsaka, m.a. orðróm um að öðrum erlendum fjárfestum (sem sannanlega eru starfandi á hinu Evrópska efnahagssvæði) hafi verið stuggað frá á þeirri forsendu að samningarnir við hið kanadíska félag hafi allan tímann verið frágengnir og útboðsferlið því sýndarleikur einn," segir Árni Þór m.a. á bloggsíðu sinni.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert