Telja stjórnvöld hugsa meira um banka en heimili

Meirihluti svarenda, eða tæplega 71%, í könnun fyrirtækisins MMR telur að ríkisstjórnin leggi meiri áherslu á afkomu banka en heimilanna í landinu. Minna en þriðjungur telur þó að stjórnarandstaðan myndi stjórna landinu betur en ríkisstjórnin.

Þá segjast tæplega 16% vera sammála þeirri fullyrðingu, að Alþingi standi vörð um hagsmuni almennings  en 64,1% sögðust vera frekar eða mjög ósammála. 

Vefur MMR

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert