„Álitið er skoðun eins manns“

Tempt umbúðirnar umdeildu.
Tempt umbúðirnar umdeildu. mbl.is

Sigurður Bernhöft, hjá HOB vínum sem hugðist flytja inn Tempt epladrykk, segir lögfræðiálit sem Skúli Bjarnason hæstaréttarlögmaður útbjó fyrir ÁTVR einungis vera skoðun eins manns á umbúðum drykkjarins.

„Það er nú hægt að panta álit á öllu, lögfræðingar vinna fyrir peninga,“ segir Sigurður og bætir við „Ef maður les þetta álit þá leggur hann til að ganga lengra. Hann er orðinn einhverskonar kommissar.“ 

Stjórnendur ÁTVR höfnuðu því, að selja Tempt Cider, sem danska ölgerðin Royal Unibrew framleiðir, á þeirri forsendu að umbúðirnar væru of djarfar. 

„Þessi álitsgerð kostar fleiri hundruð þúsund af peningunum okkar. Þegar ég las þessa álitsgerð þá hringdi ég beint í lögmanninn minn og spurði á hverju þessi maður væri eiginlega. Lögmaðurinn minn kvaðst aldrei hafa séð svona álitsgerð á tuttugu ára ferli sínum,“ segir Sigurður sem kveðst ekki ætla að kæra ákvörðun ÁTVR til fjármálaráðuneytisins heldur ætlar hann að leggja málið beint fyrir dómstóla.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert