Umbúðirnar þóttu of djarfar

Dós af Tempt eplasafa.
Dós af Tempt eplasafa.

Stjórnendur ÁTVR höfnuðu því, að selja danskt eplavín, Tempt Cider, á þeirri forsendu að umbúðirnar væru of djarfar. Fram kom í fréttum Sjónvarpsins í gærkvöldi, að innflytjandinn ætli að fara með málið fyrir dómstóla.

Um er að ræða eplavín sem danska ölgerðin Royal Unibrew framleiðir. Sigurður Ö. Bernhöft, hjá HOB-víni sem flytur inn vörur frá dönsku ölgerðinni, sagði við Pressuna.is í gær að hann ætti ekki orð yfir það mat ÁTVR og lögmanns stofnunarinnar að dósirnar séu ekki innan velsæmismarka.

Í fréttum Sjónvarps var vitnað í álit lögmanns fyrir ÁTVR þar sem segir, að að skreytingu dósanna sé augljóslega ætlað að gera vöruna spennandi og ögrandi á nautnalegan hátt. Kynferðisleg skírskotun blasi við og ekki sé þörf á að vera kaþólskari en páfinn til að sjá að slíkur undirtónn, hlaðinn slíkum gildum, samrýmist engan veginn áfengisstefnu íslenska stjórnvalda, hvaða skoðun sem menn annars kunni að hafa á berum kvenmannskroppum.

Pressan sagði einnig frá því, að ÁTVR hefði hafnað umbúðum um nýja bjórtegund frá Ölvisholti. Bjórinn átti að heita Heilagur Papi en ÁTVR taldi umbúðirnar brjóta gegn velsæmi. 

Vefsíða Temp Cider

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert