Vilja upplýsingar um samskipti ráðuneyta við Magma

Orkuver HS Orku.
Orkuver HS Orku.

Aðstandendur undirskriftasöfnunar gegn kaupum Magma Energy á HS Orku hafa óskað eftir því við forsætisráðherra, iðnaðarráðherra og viðskiptaráðherra, að fá afhent öll gögn sem varða samskipti ráðuneytanna við Magma Energy Sweden AB, Magma Energy Corp. Canada, Ross Beaty, Geysir Green Energy, Ásgeir Margeirsson, HS Orku og tengda aðila.

Þá óska þeir Jón Þórisson og Haraldur Hallgrímsson eftir því, með tilvísun til upplýsingalaga, að fá afrit af minnisblöðum af fundum ráðuneytanna með þessum aðilum og afritum af minnisblöðum og greinargerðum embættismanna er varða Magma Energy, HS Orku, GGE og tengda aðila. 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert