Engar ákvarðanir á fundi ríkisstjórnar

Steingrímur J. Sigfússon, fjármálaráðherra, ræðir við fréttamenn fyrir ríkisstjórnarfund nú …
Steingrímur J. Sigfússon, fjármálaráðherra, ræðir við fréttamenn fyrir ríkisstjórnarfund nú síðdegis. mbl.is/Ernir

Fundi ríkisstjórnar lauk laust eftir kl.19 í kvöld. Engin sérstök niðurstaða náðist á fundinum og engar ákvarðanir teknar en boðað var til hans til að ræða gengislán. Að sögn fjármálaráðherra var um upplýsingafund að ræða.

„Þetta var upplýsingafundur fyrir þá ráðherra sem voru í bænum til þess að fara yfir stöðuna með Fjármálaeftirlitinu og Seðlabankanum. Við höfum haldið svona fundi af og til undanfarið,“ sagði Steingrímur J. Sigfússon í samtali við mbl.is að loknum fundi.

Að sögn Steingríms var ekki um formlegan ríkisstjórnarfund að ræða. Farið hafi veríð yfir málin frá öllum hliðum en ekkert ákveðið um viðbrögð ríkisstjórnar við dómi í máli Lýsingar sem féll í dag.

Fjármálaráðherra og aðrir ráðherrar og þingmenn VG sitja nú á þingflokksfundi.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert