Fallist á rök Lýsingar

Jóhannes Árnason í Héraðsdómi í dag.
Jóhannes Árnason í Héraðsdómi í dag. mbl.is/Eggert

„Í fljótu bragði virðist dómurinn hafa fallist á rök Lýsingar um það að vaxtaákvæði Seðlabankans, skv. lögum um vexti og verðtryggingu, eigi að taka við, eftir að gengistryggingin er dæmd ólögmæt,“ segir Jóhannes Árnason, lögmaður skuldara sem Lýsing höfðaði mál gegn vegna gengistryggðs bílaláns.

„Svo virðist að dómarinn komist að þeirri niðurstöðu að samningsákvæðið sé það tengt gengistryggingunni að það falli brott.“

Hann segir að niðurstöðunni verði áfrýjað.

„Þetta kemur á óvart og ég get ekki séð hvaða lög og réttarheimildir eiga leiða til þessarar niðurstöðu. En við eigum eftir að fara betur yfir forsendurnar, og sjá hvernig dómarinn komst að þessari niðurstöðu,“ segir Jóhannes aðspurður.

Von er á tilkynningu frá Lýsingu vegna málsins, segir lögmaður fyrirtækisins.

Dómur Héraðsdóms

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert