Neita að vera með boðtækin

Slökkviliðsmenn skiluðu símum sínum á sjúkrabörum.
Slökkviliðsmenn skiluðu símum sínum á sjúkrabörum. mbl.is/Júlíus

„Framhaldið í dag er þannig að menn neita að vera með tækin hjá sér. Það gerir það að verkum að möguleikar mínir til að boða menn til stærri verka á ásættanlegum tíma eru mjög lakir,“ segir Jón Viðar Matthíasson slökkviliðsstjóri slökkviliðs höfuðborgarsvæðisins um áhrifin af verkfallinu.  

Slökkviliðsmenn skiluðu boðtækjunum í morgun og lýstu því yfir að þeir myndu ekki taka þau til baka fyrr en nýr kjarasamningur væri frágenginn.

„Menn skiluðu inn boðtækjum í morgun. Þetta eru gsm-símar. Ástæðan fyrir því að við köllum þetta boðtæki er sú að við viljum ekki vera að starfrækja okkar eigið boðtæki heldur nýtum við okkur SMS-kerfið í símunum til þess. Neyðarlínan er með forgang inn í SMS-vefþjóninn hjá símanum þannig að þetta fer forgangsleið út í kerfið.

Þeir skiluðu inn símum sem slökkviliðið útvegaði þeim og hafa verið notaðir til að boða menn til stærri verka á okkar svæði. Það gerir það að verkum að ég get ekki náð til manna á þeim tíma sem ég tel eðlilegan til að fá þá til starfa. Ég lét fulltrúa þeirra í undanþágunefndinni hafa bréf þar sem ég óskaði eftir því að menn taki símann aftur til baka þannig að við getum haldið áfram að nota þetta boðunarkerfi til að afstýra neyðarástandi á meðan á verkfalli stendur.

Landssamband slökkiviliðs- og sjúkraflutningamanna svaraði því þá svo til að málið þurfi að fara fyrir kjararáð hjá þeim og neitaði þar af leiðandi erindinu. Ég er því í sömu stöðu og áður að mínir starfsmenn eru ekki með símann hjá sér þanng að ég get ekki boðað þá út með mjög skömmum fyrirvara til aðgerða.“

Málið í hnút

Jón Viðar segir málið í hnút.

„Framhaldið í dag er þannig að menn neita að vera með tækin hjá sér. Það gerir það að verkum að möguleikar mínir til að boða menn til stærri verka á ásættanlegum tíma eru mjög lakir. Ég get náttúrulega reynt að nota fjölmiðla og útvarp til að boða mína menn til starfa ef á þarf að halda en ég er ekki með þann auðvelda og fljótlega miðil sem boðtækin voru.“

- Hvað áttu von á því að þetta vari lengi?

„Þessi aðgerð ein og sér í þeirri verkfallsboðun sem þeir voru með varir á meðan ekki um semst.“

Jón Viðar Matthíasson slökkviliðsstjóri SHS.
Jón Viðar Matthíasson slökkviliðsstjóri SHS. mbl.is
mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert