Fréttaskýring: Dómurinn fjórfaldar vextina

Umsamdir vextir í kaupleigusamningi um bifreið sem kvað á um ólögmæta gengistryggingu lánsfjár fjórfaldast sé miðað við meðalvexti á lánstímanum. Þetta leiðir af niðurstöðu Héraðsdóms Reykjavíkur í máli Lýsingar hf. gegn skuldara sem kveðinn var upp í gærmorgun. Hag skuldara er þó mun betur borgið samkvæmt þessari niðurstöðu en ef gengistryggingin hefði fengið að standa.

Gengislán skulu samkvæmt dómnum bera lægstu vexti sem Seðlabanki Íslands ákveður á hverjum tíma með hliðsjón af lægstu vöxtum af nýjum almennum óverðtryggðum útlánum. Á lánstíma þess láns sem um ræddi í málinu voru óverðtryggðir vextir bankans hæstir yfir 20%. Að sögn Jóhannesar Árnasonar, lögmanns lánþegans, voru þeir að meðaltali 18,2%. Nú eru lægstu óverðtryggðu vextir Seðlabanka Íslands 8,25%.

Niðurstaða héraðsdóms er í nokkru samræmi við tilmæli Seðlabanka og Fjármálaeftirlitsins. Þar var til þess mælst að miðað yrði við lægstu óverðtryggðu vexti á hverjum tíma eða verðtryggingu og verðtryggða vexti.

Er dómurinn fyrsti dómurinn sem fellur í kjölfar þess að Hæstiréttur Íslands kvað upp dóma þess efnis að gengistrygging lánsfjár í íslenskum krónum væri ólögmæt og að samningsákvæði um slíka tryggingu væru ekki skuldbindandi. Hæstiréttur tók af réttarfarsástæðum ekki afstöðu til þess hvort vaxtaákvæðum skyldi breytt. Sló Hæstiréttur því föstu í dómum sínum að kaupleigusamningar á borð við þann sem hér um ræðir fælu í sér lán.

Tryggingin forsenda vaxta

Héraðsómari tók aðalkröfur aðila ekki til greina en féllst á fjórðu varakröfu Lýsingar um að miðað skyldi við ógengistryggða vexti Seðlabankans. Sú niðurstaða var byggð á því að gengistrygging hefði verið forsenda vaxtaákvæðanna af hálfu lánveitanda og hún hefði verið röng og brostið.

Þessi forsenda hafði að mati dómara svo mikið vægi að með því að hún brysti gætu vaxtaákvæði ekki verið bindandi. Einnig taldi dómari að báðum aðilum mætti vera vægi gengistryggingar sem forsendu vaxtaákvæða ljóst.

Að þessu virtu taldi dómari að Lýsing ætti rétt til þeirrar fjárhæðar úr hendi lánþega sem ætla mætti að aðilar hefðu sammælst um á réttum forsendum. Þóttu hvorki neytendasjónarmið né staða aðila við samningsgerðina eiga að hagga þessu.

Óumdeilt var í málinu að samningskjör miðuð við óverðtryggt lán væru hagfelldust þeirra kjara sem hjá Lýsingu buðust. Þess vegna skyldi að mati dómara miða lánakjörin nú við óverðtryggða vexti Seðlabanka. Var þetta rökstutt með vísan til grunnraka samningaréttarins um sanngirni og neytendasjónarmiða sem fram koma í 36. gr. c samningalaga.

Aðilar gerðu ítrustu kröfur

Í málinu krafðist skuldari þess að farið yrði eftir vaxtaákvæðum upphaflegs samnings, vextir yrðu 4,34% eða breytilegir LIBOR-millibankavextir auk 2,9% álags. Byggði lánþegi á því að dómar Hæstaréttar um ólögmæti gengistryggingar íslensks lánsfjár fælu aðeins í sér að ákvæði um gengistryggingu skyldi niður falla en samningur skyldi að öðru leyti standa óhaggaður.

Kvaðst lánþegi einnig hafa greitt það sem honum bæri að greiða. Taldi dómari að ekki hefði verið sýnt fram á það.

Í aðalkröfu Lýsingar var þess krafist að lánsfjárhæðin yrði verðtryggð og bæri að auki vexti samkvæmt gjaldskrá Lýsingar á hverjum tíma. Var krafan byggð á því að ætlunin hefði frá upphafi verið að tengja lánsfjárhæðina ákveðinni vísitölu. Eðlilegt væri því að lögmæt verðtrygging kæmi í stað gengistryggingar. Féllst dómari ekki á þetta og studdi þá niðurstöðu með vísan til sjónarmiða neytendaverndar.

Fyrir liggur að málinu verður áfrýjað til Hæstaréttar. Ekki er ljóst hvenær það verður tekið fyrir þar.

Dómurinn er ekki ósanngjörn lending

„Niðurstaða héraðsdóms er ekki fjarri því sem ég taldi líklegt í málinu þótt aldrei sé hægt að gefa sér slíkt fyrir fram,“ segir Gylfi Magnússon, efnahags- og viðskiptaráðherra, í samtali við Morgunblaðið. Mikilvægt sé þó að gera sér grein fyrir að Hæstiréttur eigi eftir að dæma í málinu. Heildrænt séð segir Gylfi niðurstöðu hérðaðsdóms nokkuð sanngjarna. Væri einungis litið til samningsvaxta bitnaði það á endanum á almenningi.

„Niðurstaðan byggist á þeim vöxtum sem rætt er um í lögunum og er þar fyrir utan ekki ósanngjörn lending á milli ýtrustu krafna bæði lánveitenda og lántaka.“

Gylfi hefur sagt að það yrði þungt högg á kerfið ef samningsvextir stæðu. Hann telur að fjármálakerfi landsins muni vart þola áfallið ef allt fer á versta veg frá sjónarhóli lánveitenda hvað varðar gengistryggð lán í íslenskum krónum.

„Það er að vísu ekki út af bílalánunum eingöngu, þau vega nú ekki mjög þungt. Lán til fyrirtækja vega miklu þyngra, ef samningsvextir ættu að vera á öllum myntkörfulánum fyrirtækja yrði það mjög þungt högg á kerfið og ríkissjóð og þar með almenning.“ hjaltigeir@mbl.is

Dómurinn gefur skýrari línur

Kjartan Georg Gunnarsson, framkvæmdastjóri SP fjármögnunar, fagnar niðurstöðu héraðsdóms í máli Lýsingar gegn skuldara gengistryggðs bílaláns.

„Niðurstaðan er í takt við það sem ég bjóst persónulega við,“ segir Kjartan. Það beri þó að hafa í huga að dómurinn sé í héraði og því eigi Hæstiréttur eftir að taka afstöðu í málinu.

Hann segir vinnu vera í fullum gangi við endurútreikninga á þeim lánum sem hægt sé að endurútreikna miðað við gefnar forsendur. Fleiri dóma þurfti þó áður en endurútreikningarnir verði kláraðir „Dómurinn breytir engu í okkar vinnu við endurútreikningana nema við fáum skýrari línur,“ segir Kjartan.

Tilmæli FME og Seðlabankans standa

Gunnar Þ. Andersen, forstjóri Fjármálaeftirlitsins, segir dóm Héraðsdóms Reykjavíkur ekki koma á óvart.

„Við mátum það svo, þegar við vorum að gefa út þessi tilmæli, að það væri eðlilegt að reikna þetta á þessum grunni [að vextir Seðlabankans standi].“

Mikilvægt sé að tryggja fjármálastöðugleika hér á landi. Út frá því sjónarmiði er Gunnar sáttur.

Málinu verður áfrýjað. Gunnar segir að ef dómur Hæstaréttar falli á annan veg, þ.e. að dómstóllinn staðfesti að samningsvextirnir skuli standa, þá sé sviðsmyndin önnur og dekkri.

Þar til óvissunni hafi verið eytt muni FME og SÍ halda sig við þau tilmæli sem hafa verið gefin út um endurútreikning á gengistryggðum lánum.

Niðurstaða héraðsdóms kom á óvart

„Í fljótu bragði virðist dómurinn hafa fallist á rök Lýsingar um að vaxtaákvæði Seðlabankans, skv. lögum um vexti og verðtryggingu, eigi að taka við, eftir að gengistryggingin er dæmd ólögmæt,“ segir Jóhannes Árnason, lögmaður skuldara sem Lýsing höfðaði mál gegn vegna gengistryggðs bílaláns. Hann segir að niðurstöðunni verði áfrýjað.

„Svo virðist að dómarinn komist að þeirri niðurstöðu að samningsákvæðið sé það tengt gengistryggingunni að það falli brott,“ segir hann ennfremur.

„Þetta kemur á óvart. Ég get ekki séð hvaða lög og réttarheimildir eiga að leiða til þessarar niðurstöðu. En við eigum eftir að fara betur yfir forsendurnar og sjá hvernig dómarinn komst að þessari niðurstöðu.“

Segja dómana ekki eiga við

• Þeir gildi ekki um aðra samninga en kaupleigusamninga Haldið verður áfram innheimtu vegna rekstrar-, tækja- og fjármögnunarsamninga hjá Íslandsbanka sem fjármagnaðir voru í erlendum myntum. Þetta kemur fram í tilkynningu sem bankinn hefur sent þeim viðskiptavinum sínum sem eru með slíka samninga við hann.

Fram kemur í tilkynningunni að það sé mat Íslandsbanka að dómar Hæstaréttar frá því í júní, um ólögmæti gengistryggingar, eigi aðeins við um kaupleigusamninga en ekki efni annarra leigusamninga sem sé í „veigamiklum atriðum frábrugðið kaupleigusamningum“. Því verði „áfram miðað við umsamda myntsamsetningu við útreikninga framtíðarleigureikninga á fjármögnunarleigusamningum“.

Yfirlýsing frá Lýsingu

Hliðstæð tilkynning hefur verið send út af fjármögnunarfyrirtækinu Lýsingu hf. vegna rekstrar-, einka- og fjármögnunarleigusamninga. Er þar vitnað í lögfræðiálit til stuðnings því mati fyrirtækisins að dómar Hæstaréttar eigi „að öllum líkindum ekki“ við um umrædda samninga.

Nýir greiðsluseðlar

Fram kemur á heimasíðu Íslandsbanka að sendir verði út greiðsluseðlar vegna gjalddaga í júlí með eindaga 28. júlí nk. Hjá Lýsingu er eindaginn vegna greiðslu í júlí hins vegar settur á 3. ágúst.

Bæði fyrirtæki leggja áherslu á að þessar ákvarðanir skerði ekki rétt leigutaka sem síðar kunni að skapast vegna nýrra dóma Hæstaréttar. hjorturjg@mbl.is

Bloggað um fréttina

Innlent »

Sakar lögreglu um ómannúðlega meðferð

23:34 „Ég er reið og döpur að horfa upp á svona meðferð á fólki, brot á mannréttindum og meðalhófsreglu. Er það svona sem við viljum koma fram við fólk sem annað hvort er á leið hingað eða kemur hér við á leið sinni að betra lífi eða skjóli?“ Meira »

Mun dansa á meðan fæturnir leyfa

22:26 Nanna Ósk Jónsdóttir er menntaður viðskiptafræðingur og viðurkenndur stjórnarmaður sem hefur brennandi ástríðu fyrir dansi. Hún stofnaði dansskólann DanceCenter Reykjavík sem notið hefur mikilla vinsælda og segir Nanna að mikið forvarnargildi felist í dansi. Meira »

Forsetinn hleypur fyrir PIETA

22:08 Forseti Íslands, Guðni Th. Jóhannesson, ætlar að hlaupa hálft maraþon í Reykjavíkurmaraþoninu á morgun til stuðnings PIETA Ísland, félags sem hyggst bjóða upp á úrræði fyrir einstaklinga í sjálfsvígshugleiðingum og þá sem stunda sjálfsskaða. Meira »

Spilaði í eigin brúðkaupi

21:59 Brúðgumi ákvað að koma brúður á óvart þegar þau gengu í það heilaga fyrr í mánuðinum en hann frumflutti frumsamið lag, til konu sinnar, í athöfninni. Meira »

„Ég ætla að vera rödd fólksins“

21:45 Kjartan Theodórsson er ekki fyrsti Íslendingurinn til þess að búa í tjaldi eftir að hafa misst húsnæði en hann er örugglega sá fyrsti til að skrásetja líf sitt á götunni á Snapchat og vekja með því athygli á því sem ábótavant sé í húsnæðismálum. Meira »

Fiskidagurinn „litli“ á Mörk

21:29 „Þetta er gert með stuðningi Fiskidagsins mikla á Dalvík, sem haldinn var í blíðviðri um síðustu helgi þar. Við fengum sent efni í fiskisúpu og borgara ásamt blöðrum og fánum til að halda partí,“ segir Gísli Páll Pálsson, forstjóri Markar í Reykjavík. Meira »

„Aldrei verið í betra formi“

20:45 Íslenski leikarinn Sverrir Guðnason leikur tennisstjörnuna Björn Borg í nýju kvikmyndinni Borg/McEnroe sem segir frá einvígi þeirra kappa árið 1980, en bandaríski leikarinn Shia Labeouf leikur hinn skapstóra McEnroe. Myndin verður opnunarmynd kvikmyndahátíðarinnar í Toronto í byrjun september. Meira »

„Ég hleyp fyrir frið“

21:13 „Það skiptir ekki máli hvar þú fæðist. Þó ég hafi fæðst annars staðar í heiminum þá bý ég hér núna og Ísland er heimili mitt,“ segir hinn íranski Majid Zarei sem hefur búið hér á landi í rúmt ár. Majid mun á morgun hlaupa þrjá kílómetra í Reykjavíkurmaraþoninu til styrktar Amnesty International. Meira »

113 nemendur útskrifast á árinu

20:44 Ellefu nemendur útskrifuðust af Verk- og raunvísindadeild Háskólabrúar Keilis í dag. Alls hafa 113 nemendur útskrifast á árinu og samtals 1.534 nemendur á þeim tíu árum sem boðið hefur verið upp á námið. Meira »

Fengu þrastarunga í fóstur

20:36 Fjölskylda í Grafarholti eignaðist heldur óvenjulegt gæludýr þegar hún fann hjálparvana þrastarunga úti í skógi sem hún tók að sér. Meira »

„Við töpum viku á þessu“

20:27 „Þetta er náttúrulega töluverður viðbótarkostnaður, en við förum nú í það að sjá hvaða svigrúm við höfum og hvort við getum fengið frekari stuðning,“ Þetta segir Magnús Tumi Guðmundsson, prófessor í jarðeðlisfræði og einn forsvarsmanna verkefnisins í Surtsey, en borhola verkefnisins féll saman í fyrradag. Meira »

Veggurinn bæti öryggi gangandi og hjólandi

20:13 Veggir sitthvoru megin Miklubrautar við Klambratún eru settir upp til að bæta hljóðvist og umhverfigæði íbúa við Miklubraut og þeirra sem nota útivistarsvæðið á Klambratúni. Þetta kemur fram á Facebook-síðu Reykjavíkurborgar. Meira »

Tekinn á 162 km/klst hraða

19:56 Fjöldi ökumanna var tekinn fyrir of hraðan akstur í umdæmi lögreglunnar á Norðurlandi vestra síðastliðna viku. Þannig voru 152 ökumenn kærðir fyrir þær sakir en sá sem var mest að flýta sér var mældur á 162 km/klst á leiðinni á milli Sauðárkróks og Varmahlíðar. Meira »

„Við erum í bullandi góðæri“

19:29 Margt þykir líkt með árunum 2007 og 2017 en það er líka margt sem skilur árin tvö að. Þannig helst neysla Íslendinga betur í hendur við tekjur þeirra, verðbólga er lág, viðskiptajöfnuðurinn jákvæður einkum vegna ferðaþjónustunnar og sé húsnæði tekið út fyrir sviga er almenn verðhjöðnun á Íslandi. Meira »

Auglýsir eftir starfsfólki á Facebook

19:03 Leikskólastjóri á leikskólanum Baug í Kórahverfinu í Kópavoginum hefur brugðið á það ráð að auglýsa eftir starfsfólki í Facebook-hópum vegna manneklu, en illa hefur gengið að fá starfsfólk í vinnu þar, líkt og víða annars staðar. Meira »

Götulokanir á Menningarnótt

19:50 Lokað verður fyrir bílaumferð í miðbænum á Menningarnótt frá klukkan sjö að morgni til klukkan tvö eftir miðnætti þar sem miðborgin verður ein allsherjar göngugata. Þá verður ókeypist í strætó og boðið verður upp á ókeypis strætóskutlur. Meira »

Vann tæpa 5,9 milljarða

19:17 Heppinn lottóspilari er tæplega 5,9 milljörðum króna ríkari eftir að dregið var í EuroJackpot í kvöld en hann fær fyrsta vinninginn óskiptan. Vinningsmiðinn var keyptur í Noregi. Meira »

Tvær bifreiðar lentu saman

18:02 Tvær bifreiðar skullu saman á Vesturlandsvegi við Lágafellskirkju í Mosfellsbæ seinni partinn en miklar tafir hafa orðið á umferðinni um veginn í kjölfarið. Meira »
Bílskúr til leigu í Vesturbænum
Upphitaður 24,5 fm bílskúr til leigu í Vesturbænum. Leigusamningur að lágmarki ...
NUDD- LÁTTU DEKRA VIÐ ÞIG.
HEITIR STEINAR OG OLIA- STURTA OG HANDKLÆÐI Á STAÐNUM NUDD GEFUR SLÖKUN OG...
Byggingastjórn - Húsasmíðameistari
Tek að mér byggingastjórn og uppáskrift húsasmíðameistara fyrir einstaklinga og ...
Rúmgóð risíbúð
Rúmgóð risíbúð í rólegu fjórbýlishúsi með góðum garði í Suðurhlíðum Kópavogs til...
 
Félagsstarf
Staður og stund
Árskógar Opin smíðastofa kl. 9-15. Opið ...
Framhald uppboðs
Nauðungarsala
Uppboð Einnig birt á www.naudungarsolu...
Háseti
Sjávarútvegur
Háseti Vísir hf óskar eftir a...
Vélavörður
Sjávarútvegur
Vélavörður Vísir hf. óskar ef...