Gengislánin „frumskógur“

Fari mörg ágreiningsmál skuldara og lánveitenda um gengistryggð lán fyrir dómstóla gæti úrlausn þeirra orðið „heilmikill frumskógur“ og ójafnræði skapast meðal skuldara að mati fjármálaráðherra.

„Sú staða gæti komið upp að fólk sem kom inn af götunni í nákvæmlega sama tilgangi til að taka lán, annaðhvort til bílakaupa eða húsnæðiskaupa og var svipað sett gagnvart sínum lánveitanda, fengi samt mismunandi niðurstöður út úr dómi,“ sagði Steingrímur J. Sigfússon fjármálaráðherra í samtali við Morgunblaðið að loknum fundi ríkisstjórnar með Seðlabanka og FME í gær.

Engar ákvarðanir voru teknar á fundinum. Steingrímur kveðst ekki telja rétt að svara því hvort til greina komi að setja lög um vexti gengislána en segir að ekki standi til að kalla saman Alþingi vegna dóms sem féll í máli Lýsingar gegn skuldara í gær. Héraðsdómur Reykjavíkur komst að þeirri niðurstöðu að gengistryggt bílalán skuli bera lægstu óverðtryggðu vexti Seðlabanka en ekki samningsvexti eins og skuldarinn gerði kröfu um.

Jóhanna Sigurðardóttir forsætisráðherra telur niðurstöðu dómsins vera „á margan hátt rökrétta“ en að ríkisstjórninni beri að skoða efnahagsleg áhrif dómsins í heild.


Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert