Breytir engu í grundvallaratriðum

Steingrímur J. Sigfússon, formaður Vinstri grænna og fjármálaráðherra.
Steingrímur J. Sigfússon, formaður Vinstri grænna og fjármálaráðherra. Ernir Eyjólfsson

„Þetta kemur mér í sjálfu sér ekki á óvart. Ég sé ekki að þetta breyti stöðunni í neinum grundvallaratriðum,“ segir Steingrímur J. Sigfússon, fjármálaráðherra, í samtali við mbl.is spurður út í svör framkvæmdastjórnar Evrópusambandsins (ESB) við fyrirspurn norska fréttavefsins ABC Nyheter um ríkisábyrgð á innistæðutryggingum.

Í svari framkvæmdastjórnarinnar kom fram að engin ríkisábyrgð væri á bankainnistæðum samkvæmt tilskipun ESB um innistæðutryggingar. Hins vegar var því haldið fram að annað gilti um Ísland, m.a. vegna þess að tilskipunin hafi ekki verið innleidd á fullnægjandi hátt hér á landi á sínum tíma.

„En að öðru leyti vil ég ekki tjá mig um málið, einfaldlega vegna þess að við erum að undirbúa okkar svör [við athugasemdum Eftirlitsstofnunar EFTA] og erum ekki í aðstöðu til þess að vera að tjá okkur um efnisþættina. Það væri ógætilegt af okkur við þessar aðstæður,“ segir Steingrímur.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert