Erlendum fjárfestum bolað úr landi

Heimdallur, félag ungra sjálfstæðismanna í Reykjavík, gagnrýnir það hvernig ríkisstjórnin hefur haldið á Magma-málinu svonefnda. Segir í ályktun stjórnar félagsins, að Icesave-málið sé  óleyst en ríkisstjórnin hafi tekið að sér á eigin spýtur að bola erlendum fjárfestum úr landi.

„Sjónarmið um að þjóðerni kaupandans skipti máli eru ekki málefnaleg. Spyrja má hvort ríkisstjórn sem kennir sig við norræna velferð treysti ekki félagi skráðu í Svíþjóð? Treystir ríkisstjórnin sem hefur tekið stefnu á Evrópusambandið ekki reglum Evrópuréttarins um heimilisfesti félaga og fyrirtækja? Væri málið í reynd eitthvað öðruvísi ef móðurfélagið væri frá aðildarríki Evrópusambandsins heldur en Kanada?" segir m.a. í ályktuninn.

Er ríkisstjórnin  hvött til að halda betur á þessu máli og láta af tilraunum sínum til að gera út af við eðlileg viðskipti um eignarhlut í HS Orku.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert