Krefst endurgreiðslu vegna gengistryggingar

Sjómannafélag Reykjavíkur hefur höfðað mál gegn Arion banka á þeirri forsendu, að greitt hafi verið of mikið af láni, sem félagið tók hjá bankanum árið 2007. Þetta kom fram í fréttum Stöðvar 2. Lánið var gengistryggt og telur félagið að sú verðtrygging hafi verið ólögmæt líkt og gengistrygging bílalána.

Að sögn Stöðvar 2 tók orlofssjóður Sjómannafélags Reykjavíkur 15 milljóna króna lán til 20 ára hjá Kaupþingi, forvera Arion banka, árið 2007. Lánið var hins vegar greitt upp þremur árum síðar og hafði þá hækkað í 37 milljónir.

Fram kom að þetta væri fyrsta málið, sem höfðað væri vegna skuldabréfs af þessu tagi. Í skuldabréfinu stóð að höfuðstóllinn væri jafnvirði krónutölu, sem bundin væri við gengi tiltekinna gjaldmiðla. 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert