Hitamet féll í Finnlandi

Hitamet féll í Finnlandi í gær þegar hitinn komst í 37,2°C í á Joensuu flugvelli í Libelits. Gamla metið var 35,9°C en það var sett árið 1914 í Åbo, þegar Finnland var enn rússneskt hertogadæmi.

Hitinn í sumar hafði mestur orðið 35°C í Lathi fyrr í þessari viku.

Það kom finnskum veðurfræðingum nokkuð á óvart að hitameðið skyldi falla, að sögn Hufvudstadsbladet. 

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert