Þrjár líkamsárásir í Eyjum

Nóttin þykir hafa tekist ágætlega í Eyjum, þrátt fyrir eril …
Nóttin þykir hafa tekist ágætlega í Eyjum, þrátt fyrir eril og þrjár líkamsárásir. mbl.is/Sigurgeir

Ölvun, pústrar og erill. Þannig lýsir lögreglan í Vestmannaeyjum nóttinni. Þrír menn eru í haldi eftir skemmtanahald í gærkvöldi og nótt. Mennirnir eru grunaðir um aðild að jafn mörgum líkamsárásum. Þær voru þó allar minniháttar og meiðsli því sömuleiðis.

Jafnframt hafa komið upp nokkur minniháttar fíkniefnamál, á milli sex og átta mál, þar á meðal grunur um akstur undir áhrifum fíkniefna. Í einu málinu var lagt hald á 8 grömm af nokkuð hreinu amfetamíni. 

Þrátt fyrir framansagt var lögregla nokkuð ánægð með kvöldið og nóttina. Ekkert stórmál hafi komið upp og þykir undanfari Þjóðhátíðar, sem sett verður formlega í dag, hafa tekist með ágætum. Lögregla boðar þó að nánar verði nóttinni gerð skil með pistli frá yfirstjórn lögreglunnar í Eyjum þegar líða tekur á morgun.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert