Klaufaskapur á Flúðum

Áætlað er að á fimmta þúsund manns séu á Flúðum um verslunarmannahelgina. Á hátíðinni þar er boðið upp á skemmtun fyrir alla, allt frá leiksýningum til árlegrar torfærukeppni traktora.

Veðrið lék við gesti Flúða í dag, sem áður. Það var þétt setið við árbakka Litlu-Laxár þegar traktoratorfærukeppnin fór fram í farveginum. Ölvir Karl Emilsson hampaði titlinum í ár og hlaut Jötunvélabikarinn að launum.

Yngstu gestir hátíðarinnar settust á áhorfendabekk undir berum himni og fylgdust kátir með leiksýningu um Hans Klaufa.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert