Landspítalinn segir upp Stöð 2

Landspítali Háskólasjúkrahús Hringbraut.
Landspítali Háskólasjúkrahús Hringbraut. mbl.is/Júlíus

Landspítalinn (LSH) hefur í sparnaðarskyni sagt upp áskrift að Stöð 2 og öðrum sjónvarpsrásum 365 miðla.

Til skoðunar er að bjóða sjúklingum upp á aðgang að Stöð 2 á biðstofum spítalans en samningar um það við 365 eru í vinnslu, að sögn Kristjáns Erlendssonar, starfandi forstjóra Landspítalans.

„Við reynum að leita allra hugsanlegra leiða til að spara, án þess að það bitni á meðferð sjúklinga. Öllum steinum er velt við,“ segir Kristján en aðspurður segir hann sparnað spítalans vera tæpar þrjár milljónir króna á ári, með því að segja upp Stöð 2 og öðrum rásum 365.


Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert