Sterkur landsliðshópur í góðu standi

Íslenska landsliðið í knattspyrnu leikur á morgun vináttuleik við Liechtenstein. Þetta er síðasti æfingaleikur liðsins fyrir forkeppni Evrópumótsins. Ólafur Jóhannsson landsliðsþjálfari valdi sterkan hóp og kveður hann í góðu standi.

Viðureign undir 21 árs landsliða Íslands og Þýskalands fer einnig fram á morgun. Þar er mikið í húfi, en mjótt er á mununum í riðli liðanna. Ólafur hefur verið gagnrýndur fyrir að velja bestu leikmenn undir 21 árs liðsins í A-liðið að þessu sinni. Hann segir slíka umræðu algjört „bull“.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert