Upplýsti yfirmenn sína

Lögfræðingur viðskiptaráðuneytisins sendi strax yfirmönnum sínum lögfræðiálit Seðlabankans um ólögmæti …
Lögfræðingur viðskiptaráðuneytisins sendi strax yfirmönnum sínum lögfræðiálit Seðlabankans um ólögmæti gengistryggingar lána. mbl.is/Golli

Sigríður Rafnar Pétursdóttir, lögfræðingur í efnahags- og viðskiptaráðuneytinu, kveðst hafa upplýst yfirmenn sína um lögfræðiálit Seðlabanka Íslands sama dag og hún fékk það sent frá Seðlabankanum. Lögfræðiálitið sneri að ólögmæti erlendrar gengistryggingar lána sem veitt eru í íslenskri mynt.

Gylfi Magnússon sagði í viðtali við Kastljós í fyrrakvöld að hann hefði ekki vitað af álitinu því Seðlabankinn hefði gert þá kröfu að einungis Sigríður mætti berja það augum. Þá hefur aðallögfræðingur Seðlabankans sagt að enginn fyrirvari hafi verið gerður um leynd tölvupóstsins sem innihélt lögfræðiálit Seðlabankans. Sigríður óskaði eftir lögfræðiálitinu því hún vann að minnisblaði sama efnis.

Sigríður kveðst hafa unnið minnisblað sitt í samræmi við verklagsreglur efnahags- og viðskiptaráðuneytisins og því áframsent lögfræðiálit Seðlabanka Íslands á Jónínu S. Lárusdóttur, þáverandi ráðuneytisstjóra, að því er fram kemur í umfjöllun um þetta mál í Morgunblaðinu í dag.


Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert