ASÍ gagnrýnir FÍ og Isavia

Slökkviliðsmenn stilltu sér upp við veginn við Aðaldalsflugvöll í dag …
Slökkviliðsmenn stilltu sér upp við veginn við Aðaldalsflugvöll í dag en stöðvuðu þó ekki umferð. mbl.is/Atli

Alþýðusamband Íslands segist átelja aðgerðir Isavia og Flugfélags Íslands, sem felist í flutningi farþegaflugs frá Akureyri til Húsavíkurflugvallar. Séu þessar aðgerðir eingöngu settar fram í því skyni að komast hjá löglega boðuðu verkfalli og hafa þar með óeðlileg áhrif á gang mála.


Í yfirlýsingu frá ASÍ segir, að verkfallsrétturinn sé grundvallarréttur hvers stéttarfélags og óheimilt lögum samkvæmt að brjóta eða komast hjá löglega boðuðum vinnustöðvunum. 

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert