Gylfi og Jóhanna töluðu saman

Gylfi Magnússon, viðskiptaráðherra.
Gylfi Magnússon, viðskiptaráðherra. mbl.is

Gylfi Magnússon efnahags- og viðskiptaráðherra og Jóhanna Sigurðardóttir forsætisráðherra ræddu saman í síma í kvöld um þá gagnrýni sem beinst hefur að Gylfa síðustu daga og um efnisatriði málsins.

Gylfi hefur verið í fríi síðustu daga, en kom til Reykjavíkur í dag. Hans fyrsta verk var að tala við forsætisráðherra um lögfræðiálit sem viðskiptaráðuneytinu bárust um lögmæti þessa að verðtryggja lán með tengingu við gengi. Gylfi hefur verið sakaður um að hafa afvegaleitt Alþingi þegar hann svaraði fyrirspurn um málið. Þingmenn Hreyfingarinnar hafa krafist þess að hann segi af sér.

Búist er við að Gylfi geri fljótlega grein fyrir niðurstöðu samtalsins við forsætisráðherra.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert