Hleypa farþegum ekki út

Árni Gunnarsson, framkvæmdastjóri Flugfélags Íslands, ræðir við slökkviliðsmennina sem stilla …
Árni Gunnarsson, framkvæmdastjóri Flugfélags Íslands, ræðir við slökkviliðsmennina sem stilla sér upp í hliðinu. mbl.is/Ernir

Slökkviliðsmenn fjölmenntu á Reykjavíkurflugvöll þar sem flugvél á vegum Flugfélags Íslands á að leggja af stað til Húsavíkur klukkan 14. Hafa slökkviliðsmenn afhent farþegum miða með upplýsingum um öryggismál. Þá stilltu þeir sér upp í útgönguhliði flugstöðvarinnar og hleypa farþegum ekki út.

Árni Gunnarsson, framkvæmdastjóri Flugfélags Íslands, hefur rætt við fulltrúa slökkviliðsmanna í flugstöðvarbyggingunni. Slökkviliðsmenn hafa tilkynnt farþegum í gegnum gjallarhorn á íslensku og ensku, að flug til Húsavíkur sé verkfallsbrot. Rúmlega fimmtíu farþegar eiga bókað flug til Akureyrar klukkan 14. 

Slökkviliðsmenn halda því fram, að það sé verkfallsbrot að flytja flugið frá Akureyrarflugvelli, þar sem slökkviliðsmenn eru í verkfalli, til Húsavíkur eins og Flugfélag Íslands hefur gert á verkfallsdögum slökkviliðsmanna.

Segja þeir að öryggi flugfarþega á Húsavíkurflugvelli sé telft í tvísýnu með lélegum tækjakosti og skyndimenntun starfsmanna.
Slökkviliðsmenn stilltu sér upp við útgönguhliðin í flugstöðvarbyggingunni.
Slökkviliðsmenn stilltu sér upp við útgönguhliðin í flugstöðvarbyggingunni. mbl.is/Ernir
mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert